fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

433
Sunnudaginn 28. apríl 2024 14:30

Gracyanne má sjá hér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum stórstjarnan Adriano ætlar að kæra blaðamann að nafni Bruno Di Simone sem vakti mikla athygli fyrir umfjöllun sína um ástarlíf Brasilíumannsins.

Di Simone vill meina að Adriano sé ástæðan fyrir því að fyrirsætan Gracyanne Barbosa og eiginmaður hennar, Belo, séu skilin í dag.

Di Simone segir að hjónaband Gracyanne og Belo hafi verið opið þar sem sú fyrrnefnda kynntist Adriano sem er fyrrum landsliðsmaður Brasilíu.

,,Þau voru í opnu sambandi. Adriano var einnig í sambandi með Gracyanne og Belo vissi af því,“ sagði blaðamaðurinn.

,,Hún varð ástfangin af Adriano og þeirra samband hélt áfram í laumi án samþykkis Belo.“

Adriano hefur nú svarað fyrir sig en hann neitar allri sök en Belo og Gracyanne voru gift í heil 12 ár en eru í dag skilin.

,,Enn eina ferðina er verið að ljúga um mitt líf þegar kemur að Belo og Gracyanne. Ég hef ekki hugmynd um hvað hann er að tala um,“ sagði Adriano.

,,Ég ber ekkert nema virðingu fyrir Belo og ég hef aldrei verið í sambandi með Gracyanne.“

,,Þið getið verið viss um það að maðurinn sem heldur þessu fram verði kærður. Ég hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur