Kona að nafni Annie Kilner vonar innilega að önnur kona sem ber nafnið Lauryn Goodman láti ekki sjá sig á EM í Þýskalandi í sumar.
Kilner er gift knattspyrnustjörnunni Kyle Walker sem spilar með enska landsliðinu sem mmun taka þátt í lokakeppni EM.
Walker hélt framhjá Annie með Lauryn og eignuðustu þau barn saman en sú síðarnefnda segist ætla að mæta á EM í sumar og hefur greint frá því opinberlega.
Samband Annie og Walker hangir á bláþræði eftir nýjasta framhjáhald hans en Annie fann ástæðu til að fyrirgefa leikmanninum.
Lauryn auðveldar þeim ekki lífið og er dugleg að fjalla um Walker í fjölmiðlum, eitthvað sem Annie er alfarið á móti.
,,Lauryn segist vera á leið til Þýskalands og það er hennar réttur en ég skil ekki af hverju þetta þarf að rata í fjölmiðla,“ sagði Annie.
,,Ég býst við því að hún muni birta myndir af börnunum sínum í enskri landsliðstreyju með nafn pabba síns á bakinu.“
,,Það verður ómögulegt að komast hjá allri dramatík sem fylgir því og það verður óþarfa truflun fyrir landsliðið. England hefur ekki átt eins góða möguleika á að vinna stórmót síðan 1996 og þarf ekki á þessu að halda.“
,,Kyle er einbeittur að því sem hann þarf að gera á velinum en sögusagnirnar hafa áhrif á mig og börnin.“