fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Sambandið hangir á bláþræði eftir framhjáhaldið: Stórstjarnan gæti fengið óþarfa athygli í sumar – ,,Hefur áhrif á mig og börnin“

433
Sunnudaginn 28. apríl 2024 10:30

Lauryn Goodman

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona að nafni Annie Kilner vonar innilega að önnur kona sem ber nafnið Lauryn Goodman láti ekki sjá sig á EM í Þýskalandi í sumar.

Kilner er gift knattspyrnustjörnunni Kyle Walker sem spilar með enska landsliðinu sem mmun taka þátt í lokakeppni EM.

Walker hélt framhjá Annie með Lauryn og eignuðustu þau barn saman en sú síðarnefnda segist ætla að mæta á EM í sumar og hefur greint frá því opinberlega.

Samband Annie og Walker hangir á bláþræði eftir nýjasta framhjáhald hans en Annie fann ástæðu til að fyrirgefa leikmanninum.

Lauryn auðveldar þeim ekki lífið og er dugleg að fjalla um Walker í fjölmiðlum, eitthvað sem Annie er alfarið á móti.

,,Lauryn segist vera á leið til Þýskalands og það er hennar réttur en ég skil ekki af hverju þetta þarf að rata í fjölmiðla,“ sagði Annie.

,,Ég býst við því að hún muni birta myndir af börnunum sínum í enskri landsliðstreyju með nafn pabba síns á bakinu.“

,,Það verður ómögulegt að komast hjá allri dramatík sem fylgir því og það verður óþarfa truflun fyrir landsliðið. England hefur ekki átt eins góða möguleika á að vinna stórmót síðan 1996 og þarf ekki á þessu að halda.“

,,Kyle er einbeittur að því sem hann þarf að gera á velinum en sögusagnirnar hafa áhrif á mig og börnin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur