Aston Villa 2 – 2 Chelsea
1-0 Marc Cucurella(‘4, sjálfsmark)
2-0 Morgan Rogers(’42)
2-1 Noni Madueke(’62)
2-2 Conor Gallagher(’81)
Chelsea kom til baka gegn Aston Villa í kvöld í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Villa var í raun heppið að ná 2-0 forystu á heimavelli en staðan var einmitt þannig eftir fyrri hálfleikinn.
Chelsea kom hins vegar til baka í þeim síðari og var það mikið Noni Madueke að þakka sem skoraði og lagði upp.
Conor Gallagher gerði seinna mark Chelsea með frábæru skoti fyrir utan teig og jafnaði metin í 2-2.
Chelsea virtist hafa tryggt þrjú stig í uppbótartíma en það mark var dæmt af vegna brots.