Raphael Varane getur ekki beðið eftir því að mæta aftur á völlinn fyrir Manchester United en hann segir sjálfur frá.
Varane hefur oft verið ásakaður um metnaðarleysi í Manchester en hann meiddist í 4-3 tapi gegn Chelsea fyrir nokkrum vikum.
Frakkinn hefur ekkert spilað síðan þá en er ákveðinn í að ná að spila fyrir lok tímabils.
Óvíst er hvort Varane verði hjá United næsta vetur en þessi 31 árs gamli leikmaður verður samningslaus í sumar.
,,Ég hef fengið góða hvíld. Ég get ekki beðið eftir því að spila fyrir framan ykkur aftur,“ sagði Varane.
,,Ég vildi bara láta vita af mér og segja ykkur að ég er þakklátur fyrir ykkar stuðning.“