fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

María Sigrún tjáir sig um stóra Kveiksmálið – „Slík vinnubrögð eru framandi fyrir mér“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 27. apríl 2024 17:39

María Sigrún Hilmarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttaþulur RÚV og fyrrverandi meðlimur í rannsóknablaðamannateymi Kveiks, hefur sent frá sér yfirlýsingu í tengslum við umræðu sem geisað hefur um viðskilnað hennar við þáttinn.

Hætt var við sýningu innslags sem hún vann að fyrir þáttinn og fjallaði um umdeilda lóðasamninga borgarinnar. María segir að efnið hafi verið sýnt fréttastjóra og ritstjóra fréttatengdra þátta áður en hún hafði fengið að sjá það sjálf. Það þykja henni vera undarleg vinnubrögð:

„Ég skilaði fyrsta uppkasti að handriti að Kveiksþætti mínum til ritstjóra og pródúsents kl. 21.42 fimmtudagskvöldið 11. apríl, 12 dögum fyrir áætlaða sýningu innslagsins. Þá stóð til að klippa efnið og leggja það á tímalínu til frekari vinnslu. Um hádegi á sunnudag 14. apríl spyr ég hvernig gangi. Þá fékk ég þau svör frá ritstjóra þáttarins að hann hefði tekið fyrstu „klippuna” og sýnt hana fréttastjóra og ritstjóra fréttatengdra þátta. Þeim var sumsé sýnt efnið áður en ég hafði séð það sjálf og án minnar vitundar og samþykkis. Slík vinnubrögð eru framandi fyrir mér. Þetta þótti mér miður. Mat fréttastjóra og ritstjóra Kveiks var að ekki næðist að fullvinna efnið í tæka tíð og ef ég sæi það ekki sjálf ætti ég ekki erindi í rannsóknarblaðamennsku.“

María segir að hugur hennar hafi alltaf staðið til þess að fullvinna þetta innslag. Má skilja af orðum hennar að það hefði átt að vera hægur vandi að fullvinna það tímanlega, ef vilji hefði verið fyrir hendi:

„Því skal haldið til haga að 8.janúar óskaði ég eftir að fá leyfi 17.-22. apríl og fékk það samþykkt. Minn hugur stóð alltaf til að klára þetta innslag og vinna það á staðnum og úr fjarvinnu eins og fordæmi eru fyrir og í þéttu og miklu samstarfi við pródúsent og ritstjóra. Það hefði að mínu mati náðst ef vilji hefði staðið til. Á þessum tíma voru fimm af níu starfsmönnum Kveiks að undirbúa efni fyrir næstu þáttaröð sem hefst í september. Auðvelt hefði verð að hjálpast að ef tímaþröng var vandamál.“

Brotthvarf Maríu úr Kveiki hefur valdið ólgu og ekki síður ummæli ritstjóra þáttarins um hana, Ingólfs Bjarna Sigfússonar, sem sagði að hún væri fyrirtaks fréttaþulur en styrkur hennar lægi ekki í rannsóknarblaðamennsku.

Sjá einnig: Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!