Sheffield United er fallið úr efstu deild Englands eftir tap gegn Newcastle í dag en leikið var á St. James’ Park.
Þessum leik lauk með sannfærandi 5-1 sigri Newcastls sem situr í sjöunda sæti, stigi á eftir Manchester United sem er sæti ofar.
United mistókst á sama tíma að vinna lið Burnley á heimavelli en þeim leik lauk með 1-1 jafntefli.
Jóhann Berg Guðmundsson er leikmaður Burnley og fékk að spila síðustu mínútur leiksins.
Fulham og Crystal Palace skildu einnig jöfn 1-1 og þá vann Wolves lið Luton, 2-1.
Newcastle 5 – 1 Sheffield United
0-1 Anel Ahmedhodzic(‘5)
1-1 Alexander Isak(’26)
2-1 Bruno Guimaraes(’54)
3-1 Alexander Isak(’61, víti)
4-1 Ben Osborn(’65, sjálfsmark)
5-1 Callum Wilson(’72)
Manchester United 1 – 1 Burnley
1-0 Antony(’79)
1-1 Zeki Amdouni(’87, víti)
Wolves 2 – 1 Luton
0-1 Hee Chan Hwang(’39)
2-0 Toti(’50)
2-1 Carlton Morris(’81)
Fulham 1 – 1 Crystal Palace
1-0 Rodrigo Muniz(’53)
1-1 Jeffrey Schlupp(’87)