Mohamed Salah og Jurgen Klopp rifust á hliðarlínunni í dag er Liverpool heimsótti West Ham í ensku úrvalsdeildinni.
Þessum leik lauk með 2-2 jafntefli en Salah fékk sjálfur aðeins að spila 11 mínútur af venjulegum leiktíma.
Salah hefur ekki verið heitur undanfarið fyrir Liverpool og lét í sér heyra eftir rifrildi í Lundúnum í dag.
Sjón er sögu ríkari en myndband af þessu má sjá hér.
Mo Salah and Jurgen Klopp arguing with each other on the touchline.#Liverpool #WHUFC #LFC #WHULIV pic.twitter.com/l9CdCkEu7b
— Paulo Duarte (@Pjota___) April 27, 2024