Barcelona er allt í einu opið fyrir því að selja Hollendinginn Frenkie de Jong sem hefur margoft verið orðaður við brottför.
Manchester United var orðað við leikmanninn fyrir um tveimur árum en Barcelona og De Jong harðneituðu að sala væri möguleg.
Nú fjalla spænskir miðlar um það að De Jong sé á sölulista fyrir sumarið ef rétt tilboð berst í leikmanninn.
Ástæðan fyrir því eru meiðsli De Jong en hann hefur glímt við þrjú ökklameiðsli á tímabilinu hingað til.
Barcelona er einnig í fjárhagsvandræðum og þarf á peningunum að halda en hefur þó áður gefið út að það komi ekki til greina að selja miðjumanninn.
Raphinha er annar leikmaður sem er orðaður við brottför en hann kom til félagsins frá Leeds.