Það eru góðar líkur á því að stuðningsmenn Arsenal fái að sjá hinn gríðarlega efnilega Chido Obi á varamannabekk liðsins næsta vetur.
Frá þessu greinir danski miðillinn Tipsbladet en Obi er nú þegar í samningsviðræðum við Arsenal um nýjan samning.
Um er að ræða líklega efnilegasta leikmann Arsenal en hann er danskur og hefur spilað með unglingalandsliðum.
Obi er aðeins 16 ára gamall en verður 17 ára í nóvember – hingað til hefur hann ekki spilað aðalliðsleik fyrir Arsenal.
Arsenal hefur þó mikla trú á þessum skemmtilega framherja og vill framlengja samning hans til næstu fimm ára.
Samkvæmt Tipsbladet er Mikel Arteta, stjóri Arsenal, að íhuga það sterklega að nota Obi á næstu leiktíð en hann fengi þá sæti á varmannabekknum.