Bandaríska félagið San Jose Earthquakes hefur borgað metfé fyrir leikmann að nafni Hernan Lopez.
Lopez er ekki nafm sem margir kannast við en hann spilaði með Godoy Cruz í Argentínu og hefur gert góða hluti þar.
San Jose borgar sex milljónir dollara fyrir leikmanninn en hann er 23 ára gamall og spilar sem sóknarmaður.
Um er að ræða frænda goðsagnarinnar Diego Armando Maradona sem er talinn vera einn besti ef ekki besti leikmaður allra tíma.
Bandaríska liðið tvöfaldaði félagsmet sitt með þessum skiptum en dýrasti leikmaður í sögu liðsins kostaði áður þrjár milljónir dollara.
Lopez hefur ekki spilað mikið fyrir Godoy Cruz en var áður hjá bæði River Plate og Central Cordoba í efstu deild Argentínu.