Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir punda fyrir Arne Slot í sumar og það þjálfarateymi sem kemur með honum frá Hollandi.
Daily Mail greinir frá en Slot mun að öllum líkindum taka við Liverpool í sumar er Jurgen Klopp lætur af störfum.
Feyenoord heimtar 8,6 milljónir punda fyrir Slot sem er enn samningsbundinn en vill fá tækifærið á Anfield.
Sú upphæð hækkar líklega í 13 milljónir þar sem Slot þarf að fylla mörg störf í Liverpool en mikið af fólki mun elta Klopp er hann lætur af störfum.
Slot mun klárlega taka með sér aðstoðarþjálfara sinn Sipke Hulshof og þá menn að nafni Ruben Peeters og Etienne Reijnen sem starfa á bakvið tjöldin.