Arne Slot verður nýr knattspyrnustjóri Liverpool í sumar. Fabrizio Romano og fleiri virtir blaðamenn greina frá þessu.
Slot tekur við þegar Jurgen Klopp lætur af störfum nú í maí, hann vildi komast í frí og greindi frá því í janúar.
Eftir að Xabi Alonso hafnaði starfinu fór Liverpool í leit að næsta manni og endaði félagið á að setja stefnuna á Slot.
Slot er þjálfari Feyenoord í Hollandi en Liverpool hefur samið við hollenska félagið um kaupverð á stjóranum.
Slot tekur formlega við Liverpool í maí þegar Klopp lætur af störfum en gengi Liverpool undanfarnar vikur hafa verið vonbrigði fyrir Klopp.
🚨 BREAKING: Arne Slot will be new Liverpool head coach replacing Jurgen Klopp at the end of the season!
Agreement sealed on compensation between Feyenoord and #LFC, all set also on contract details for Slot.
Here we go. 🇳🇱 pic.twitter.com/Ud3QB6U20m
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 26, 2024