Arsenal hefur hafið viðræður við miðvörðinn Gabriel Magalhaes um nýjan samning. Standard segir frá.
Gabriel er að eiga frábært tímabil með Arsenal og er algjör lykilhlekkur í hjarta varnarinnar auk þess að vera ógn fram á við í föstum leikatriðum.
Arsenal vill verðlauna hann fyrir frábært tímabil sem hann er að eiga með því að bjóða honum nýjan samning, en núgildandi samningur rennur út 2027.
Viðræður eru því farnar af stað. Enn á eftir að ganga frá ýmsu en líklegt er að það takist.
Gabriel var sterklega orðaður við sádiarabísku deildina undir lok síðasta sumars en ekkert varð úr því að hann færi þangað.