Arnar Daði Arnarsson, handboltasérfræðingur með meiru, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar sem er í umsjón Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar.
Það var rætt um Mjólkurbikar karla í þættinum en 32-liðra úrslit fóru fram í vikunni. Þar vann Grindavík til að mynda 1-2 útisigur á ÍBV.
„Andinn í Eyjum er ekkert frábær,“ sagði Hrafnkell í þættinum.
„Það sem kom mér á óvart í þessum leik, því Hemmi Hreiðars er þjálfari ÍBV, er að þeir voru bara að spila út frá markmanni. Mér fannst það sérstakt því Hemmi hefur yfirleitt verið í þessum „power“ fótbolta síðan hann tók við,“ sagði hann enn fremur.
Umræðan í heild er í spilaranum.