Arnar Daði Arnarsson, handboltasérfræðingur með meiru, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar sem er í umsjón Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar.
Það er útlit fyrir að Arne Slot, stjóri Feyenoord, sé að taka við af Jurgen Klopp hjá Liverpool. Hrafnkell er stuðningsmaður Liverpool en var spenntari fyrir Ruben Amorim, stjóra Sporting.
„Mér er eiginlega alveg sama hver tekur við eftir Klopp, það verður alltaf erfitt. Ég var samt eiginlega spenntari fyrir Ruben Amorim. Það er meiri ára yfir honum og hann er töffari,“ sagði Hrafnkell.
Amorim hefur heillað með Sporting og minnir Hrafnkel á goðsögnina Jose Mourinho.
„Áran yfir honum er smá eins og á ungum Mourinho svo ég hefði verið til í hann.“
Umræðan í heild er í spilaranum.