Það var dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í dag.
Tíu Bestu deildarlið voru í pottinum og eru þar af þrír innbyrðisleikir.
Stærsti leikurinn er án efa leikur Stjörnunnar og KR í Garðabænum.
Leikirnir fara fram dagana 16. og 17. maí.
16-liða úrslit
Fram – ÍH
Keflavík – ÍA
KA – Vestri
Fylkir – HK
Stjarnan – KR
Afturelding – Valur
Fjölnir – Þór
Grindavík – Víkingur R.