fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 26. apríl 2024 12:23

Hjónin Sylwia Grétarsson og Guðmundur Felix Grétarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baráttumaðurinn Guðmundur Felix Grétarsson hefur dregið framboð sitt til embættis forseta Íslands tilbaka en hann náði ekki að safna tilskildum fjölda meðmælenda í tæka tíð. Frá þessu greinir frambjóðandinn á Facebook-síðu sinni.

„Það er víst kominn tími á að kasta inn handklæðinu. Þrátt fyrir góðan gang og jákvæð viðbrögð síðustu daga þá dugði það ekki til. Þetta hefur verið stórkostlegt ævintýri og ákaflega lærdómsríkt. Ég fór í þetta mál með dash af viðvaningshætti og tóma vasa, en klára reynslunni ríkari,“ skrifar Guðmundur Felix.
Hann segist hafa fengið allskonar viðbrögð við framboði sínu, flest góð en stundum hafi hann þurft að svara fyrir hversu margir séu í framboði.
„Ég hef endurnýjað kynni við marga gamla vini og eignast nýja. Ég vill þakka öllum sem mig studdu og vona okkur beri gæfa, nú sem endranær, til að finna okkur góðan/nn forseta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“