Réttarhöld í máli Beal fara nú fram fyrir dómstólum í Northampton á Englandi.
Fiona lokkaði Nick inn í svefnherbergi á heimili þeirra í Northampton þann 1. nóvember 2021. Batt hún hann við rúmið áður en hún náði í hníf sem hún notaði til að stinga hann í hálsinn. Fiona virðist hafa orðið stjórnlaus af reiði eftir að hún komst að því að Nick hafði haldið við aðra konu.
Í umfjöllun Mail Online kemur fram að Fiona hafi sagt vinum og vandamönnum eftir morðið að hún og Nick hefðu greinst með Covid-19 og þyrftu þar af leiðandi að sæta einangrun. Notaði hún tímann til að koma líki Nicks fyrir í garðinum við heimili þeirra.
Beal hélt úti dagbók sem lögregla fann þegar húsleit var gerð á heimili hennar árið 2022. Lík Nicks fannst svo vafið inni í teppi í grunnri gröf úti í garði fjórum mánuðum eftir að hann lést. Í margar vikur eftir andlát hans notaði hún símann hans og þóttist vera hann. Svaraði hún og sendi skilaboð þess efnis að hann væri fluttur inn með annarri konu.
Dómur í málinu verður kveðinn upp þann 29. maí næstkomandi.