fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Pressan
Föstudaginn 26. apríl 2024 21:30

Fiona Beal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fiona Beal, fimmtug kona sem starfaði sem barnaskólakennari, hefur játað að hafa orðið unnusta sínum að bana og grafið líkið í garðinum við heimili þeirra.

Réttarhöld í máli Beal fara nú fram fyrir dómstólum í Northampton á Englandi.

Fiona lokkaði Nick inn í svefnherbergi á heimili þeirra í Northampton þann 1. nóvember 2021. Batt hún hann við rúmið áður en hún náði í hníf sem hún notaði til að stinga hann í hálsinn. Fiona virðist hafa orðið stjórnlaus af reiði eftir að hún komst að því að Nick hafði haldið við aðra konu.

Í umfjöllun Mail Online kemur fram að Fiona hafi sagt vinum og vandamönnum eftir morðið að hún og Nick hefðu greinst með Covid-19 og þyrftu þar af leiðandi að sæta einangrun. Notaði hún tímann til að koma líki Nicks fyrir í garðinum við heimili þeirra.

Beal hélt úti dagbók sem lögregla fann þegar húsleit var gerð á heimili hennar árið 2022. Lík Nicks fannst svo vafið inni í teppi í grunnri gröf úti í garði fjórum mánuðum eftir að hann lést. Í margar vikur eftir andlát hans notaði hún símann hans og þóttist vera hann. Svaraði hún og sendi skilaboð þess efnis að hann væri fluttur inn með annarri konu.

Dómur í málinu verður kveðinn upp þann 29. maí næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks