fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Fókus
Föstudaginn 26. apríl 2024 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að eignast barn er augnablik sem fæstir gleyma enda ein af stóru stundunum í lífi fólks. Hjónin Ken og Amanda eignuðust dreng ekki alls fyrir löngu og hefur mynd sem Ken birti á Facebook-síðu sinni með nýfæddan son sinn í fanginu vakið mikla athygli.

Myndin af þeim feðgum er vissulega skemmtileg og augljóst að Ken er í sjöunda himni með son sinn í fanginu. En það var hins vegar Amanda sem stal senunni á umræddri ljósmynd og eru ástæðurnar augljósar eins og sjá má hér að neðan.

Í frétt Dagens er þess getið að Amanda sjálf hafi birt myndina á eigin Facebook-síðu með þeirri yfirskrift að þarna sjáist hlutverk móðurinnar „óritskoðað“ eins og hún orðaði það.

„Mig langar að deila þessari mynd því hún er sönn og ekta. Myndin sýnir aðstæðurnar rétt eftir fæðinguna; hrátt, dásamlegt, fyndið og subbulegt.“

Hún hélt svo áfram:

„Að eignast barn er óneitanlega frábær reynsla. En það er ekki talað mikið um sjálfa fæðinguna eða það sem gerist rétt eftir hana. Fáir taka myndir í þessum aðstæðum. Mörgum mun eflaust finnast óþægilegt að sjá þessar myndir, en af hverju samt? Við ættum að fagna öllum hliðum fæðingarinnar, líka þessum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Í gær

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“