Claudia, sem er fædd og uppalin í Brasilíu, var við vinnu í Aspen í Colorado í Bandaríkjunum í febrúar síðastliðnum þegar hún veiktist af bótúlisma. Um er að ræða sjaldgæfan en alvarlegan sjúkdóm sem stafar af bakteríu sem finnst meðal annars í menguðum mat.
Bakterían myndar eiturefni sem getur haft víðtækar afleiðingar í för með sér fyrir taugakerfið.
Grunur leikur á að bakterían hafi komist í Claudiu eftir að hún borðaði súpu úr niðursuðudós sem hún keypti í stórverslun í Aspen í febrúarmánuði. Matvælaeftirlitið tók sýni úr sömu vöru í sömu verslun og voru þau öll neikvæð.
Er talið líklegt að eitthvað hafi misfarist hjá Claudiu þegar hún geymdi vöruna eða hitaði hana, en á vef Doktor.is er bent á að eitrið sé gert óvirkt með því að hita matvæli í 2 mínútur við 90 gráður.
Á aðeins sólarhring eftir að Claudia borðaði súpuna var hún orðin nánast lömuð fyrir neðan háls. Það tók lækna talsverðan tíma að komast að því að bótúlismi væri sökudólgurinn en Claudia dvelur enn á sjúkrahúsi og er á hægum batavegi. Hún hefur nú verið á sjúkrahúsi í rúma 50 daga og gæti þurft að dvelja þar í nokkra mánuði til viðbótar.
Bótúlismi er sjaldgæfur og koma aðeins um hundrað tilfelli upp í Bandaríkjunum á ári hverju að jafnaði. Um fimm af hverjum hundrað sem fá sjúkdóminn deyja en þeim sem lifa af bíður oftar en ekki löng og ströng endurhæfing.
Eftir að greint var frá máli Claudiu ákváðu heilbrigðisyfirvöld í Colorado að senda út tilkynningu þar sem fólk var hvatt til að geyma matvæli á heilnæman hátt; setja þau í kæli þegar það á við og fara eftir eldunarleiðbeiningum á umbúðum.
Á vef Doktor.is er mælt með þessum ráðum þegar kemur að meðhöndlun matvæla: