Andriy Lunin markvörður Real Madrid hefur svo sannarlega vakið athygli á þessu tímabili þegar hann fékk tækifærið. Nú vilja þrjú stórlið fá hann.
Thibaut Courtois hefur ekkert spilað á þessu tímabili og Lunin hefur gripið gæsina.
Real Madrid var ekkert á því að Lunin yrði í markinu enda fékk félagið Kepa Arrizabalaga á láni frá Chelsea vegna meiðslanna.
Lunin hefur hins vegar slegið í gegn og átt marga stórleiki í vetur en hann kemur frá Úkraínu.
Fichajes á Spáni segir að Manchester United, PSG og FC Bayern hafi öll áhuga á að kaupa Lunin í sumar.