Bandaríska leikkonan Sophia Bush, sem er hvað þekktust fyrir að hlutverk sitt í vinsælu One Tree Hill þáttunum, kom út úr skápnum í einlægu viðtali við Glamour á dögunum.
Hún sagði að nú geti hún loksins andað og að hún sé ótrúlega hamingjusöm.
Bush staðfesti einnig orðróm sem hefur verið á kreiki í ágætis tíma, að hún sé í sambandi með knattspyrnustjörnunni Ashlyn Harris. Harris var í bandaríska landsliðinu.
Í október í fyrra greindu miðlar vestanhafs frá því að þær að slá sér upp saman. Þá voru þær báðar tiltölulega nýskildar. Sophia Bush sótti um skilnað frá Grant Hughes í ágúst 2023, eftir rúmlega árs hjónaband. Ashlyn Harris sótti um skilnað frá eiginkonu sinni, Ali Krieger, í september 2023 eftir fjögurra ára hjónaband.
Sjá einnig: Nýskilin Sophia Bush og fótboltastjarnan Ashlyn Harris nýtt par
Í viðtalinu blæs Bush á kjaftasöguna um að hún hafi verið byrjuð með Harris áður en hún skildi við Hughes.
„Fólk sem tengdist okkur ekki hafði ekki hugmynd um hversu langan tíma þetta tók, hversu mörg erfið samtöl áttu sér stað,“ segir hún og bætir við að mjög fljótlega hafi „slúðurmyllan byrjað á fullu.“
„Þetta voru lygar, ofbeldisfullar hótanir. Það var verið að saka mig um að eyðileggja fjölskyldu. Sumir sögðu að ég hafi farið frá fyrrverandi eiginmanni mínum því ég áttaði mig allt í einu á því að ég vildi vera með konu. Fyrrverandi kærastar mínir hafa vitað hvað ég fíla eins lengi og ég hef, þannig það er ekki vandamálið.“
Leikkonan sagði að hún hafi verið með smá efasemdir áður en hún og Hughes giftu sig, en það hafi tekið hana ár að vinna úr þessum tilfinningum.