fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Fókus
Föstudaginn 26. apríl 2024 08:21

Sophia Bush. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Sophia Bush, sem er hvað þekktust fyrir að hlutverk sitt í vinsælu One Tree Hill þáttunum, kom út úr skápnum í einlægu viðtali við Glamour á dögunum.

Hún sagði að nú geti hún loksins andað og að hún sé ótrúlega hamingjusöm.

Sophia Bush: 'I Finally Feel Like I Can Breathe' | Glamour

Bush staðfesti einnig orðróm sem hefur verið á kreiki í ágætis tíma, að hún sé í sambandi með knattspyrnustjörnunni Ashlyn Harris. Harris var í bandaríska landsliðinu.

Í október í fyrra greindu miðlar vestanhafs frá því að þær að slá sér upp saman. Þá voru þær báðar tiltölulega nýskildar. Sophia Bush sótti um skilnað frá Grant Hughes í ágúst 2023, eftir rúmlega árs hjónaband. Ashlyn Harris sótti um skilnað frá eiginkonu sinni, Ali Krieger, í september 2023 eftir fjögurra ára hjónaband.

Sjá einnig: Nýskilin Sophia Bush og fótboltastjarnan Ashlyn Harris nýtt par

Ashlyn Harris og Sophia Bush.

Í viðtalinu blæs Bush á kjaftasöguna um að hún hafi verið byrjuð með Harris áður en hún skildi við Hughes.

„Fólk sem tengdist okkur ekki hafði ekki hugmynd um hversu langan tíma þetta tók, hversu mörg erfið samtöl áttu sér stað,“ segir hún og bætir við að mjög fljótlega hafi „slúðurmyllan byrjað á fullu.“

„Þetta voru lygar, ofbeldisfullar hótanir. Það var verið að saka mig um að eyðileggja fjölskyldu. Sumir sögðu að ég hafi farið frá fyrrverandi eiginmanni mínum því ég áttaði mig allt í einu á því að ég vildi vera með konu. Fyrrverandi kærastar mínir hafa vitað hvað ég fíla eins lengi og ég hef, þannig það er ekki vandamálið.“

Leikkonan sagði að hún hafi verið með smá efasemdir áður en hún og Hughes giftu sig, en það hafi tekið hana ár að vinna úr þessum tilfinningum.

Lestu viðtalið við Bush hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“