Þann 26 janúar ákvað Jurgen Klopp að nú væri tímabær tað greina frá því að hann ætlaði að hætta með Liverpool í sumar, ákvörðun sem vakti athygli.
Á þessum tíma var Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og liðið var allt að því óstöðvandi.
Þetta hélt áfram næstu vikur á eftir en undanfarið hefur leikur Liverpool hrunið. Liðið féll úr leik í bikarnum og Evrópudeildinni.
Liðið hefur svo tapað tveimur deildarleikjum undanfarið, fyrst gegn Crystal Palace á heimavelli og Everton á útivelli.
Þetta hefur orðið til þess að afar hæpið er að Liverpool verði enskur meistari en ákvörðun Klopp um að tilkynna þetta svona snemma hefur verið til umræðu.