fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. apríl 2024 07:00

Frá gosstöðvunum. Mynd: Veðurstofan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fordæmalaus staða er uppi á gosstöðvunum á Reykjanesi því land rís við Svartsengi þrátt fyrir að eldgos standi yfir við Sundhnúkagígaröðina. Óvíst er hvert þetta stefnir en Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði, telur að forsendur séu til staðar fyrir tveimur gosum á sama tíma því þetta sé í fyrsta sinn sem land rís á meðan gos stendur yfir.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir Páli að þróunin bendi til að kvikukerfið líti ekki alveg út eins og sérfræðingar hafa talið fram að þessu. „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona. Það er engin reynsla til að byggja á um hvað þetta kann að þýða upp á framtíðina,“ er haft eftir honum. Hann sagði einnig að hegðun af þessu tagi í rótum jarðar, hafi aldrei sést áður, hvorki hér á landi né erlendis.

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki telja miklar líkur á tveimur gosum í einu, líklegra sé að það bæti í styrk yfirstandandi goss. „Við getum ekkert útilokað hinn möguleikann en mér þykir það nú líklegt miðað við það að kvika leitar yfirleitt eftir auðveldustu leiðum til yfirborðs. Hún reynir yfirleitt ekki að finna flóknar og erfiðar leiðir,“ sagði Þorvaldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“