Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, hefur fulla trú á því að Arne Slot geti gert góða hluti með Liverpool næsta vetur.
Slot hefur sjálfur staðfest það að hann sé í viðræum við Liverpool en hann er í dag þjálfari Feyenoord í Hollandi.
Van Dijk er Hollendingur líkt og Slot og telur að hann muni henta liðinu vel eftir brottför Jurgen Klopp.
,,Ég tel að Slot sé einn af bestu hollensku þjálfurunum í dag,“ sagði Van Dijk í samtali við ViaPlay.
,,Hans hugmyndafræði og hvernig hann vill spila, hann getur þjálfað Liverpool. Ég heyri þó að þetta sé ekki nálægt því að vera klárt.“