fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. apríl 2024 12:30

Rikki G er með kenningu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búi Vilhjálmur Guðmundsson þjálfari KFK og Ísak Ólason aðstoðarþjálfari Hvíta riddarsins voru í vikunni dæmdir í þriggja mánaða bann af KSÍ.

Ástæðan er sú að Búi og Ísak fölsuðu leikskýrslu fyrir leik liðanna í B-deild Lengjubikarsins í vetur. Óumdeilt er að leikmenn KFK, Benedikt Jóel Elvarsson og Sigurður Orri Magnússon, voru ekki hlutgengir í umræddum leik sökum leikbanns. Var lið KFK því ólöglega skipað til leiks og skal sæta sekt að fjárhæð 90.000 kr.

Einnig er óumdeilt er að leikmaður Hvíta Riddarans, Guðbjörn Smári Birgisson, var ekki hlutgengur í umræddum leik sökum leikbanns. Var lið Hvíta Riddarans því ólöglega skipað til leiks og skal sæta sekt að fjárhæð kr. 60.000.

Málið var rætt í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin þar sem Ríkharð Óskar Guðnason skilur ekki hvernig KSí komst að málinu en hefur kenningu.

„Ég les í þetta, Búi og Ísak þjálfara liðanna hafa gert samkomulag um að þetta yrði gert og svo ekki rætt. Hvernig kemst KSÍ svo að þessu? Ég sé bara eitt í stöðunni, það hefur einhver ósáttur verið á bekknum í öðru hvoru liðinu og klagað. Það er enginn frá KSÍ,“ sagði Ríkharð.

Kristján Óli Sigurðsson segir þetta líklega rétt. „Þetta er hárrétt lesið hjá þér, Rannsóknar-Ríkharð er með þetta á tæru. Það hefur einhver gæi sem kemst ekki í tvö af slakari liðum Íslands, ég er ánægður með KSÍ,“ segir Kristján sem skilur dóminn.

Mikael Nikulásson, þjálfari KFA telur dóminn eiga rétt á sér. „Þetta er galið, þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef heyrt. Hvar eru sönnunargögn KSÍ? Þessi leikur hefur ekki verið tekinn upp. Hvernig vissu þeir hverjir voru á vellinum, ég er sammála sektinni og því. Þetta eru menn sem hafa ekkert í fótboltann að gera, þarna eru menn komnir á allt annað level.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“