Subbuleg tækling Grétars Gunnarssonar leikmanns FH hefur verið í umræðu undanfarna daga. Grétar Snær tók þá Adam Ægi Pálsson leikmanns Vals og bombaði hann niður í leik liðanna á miðvikudag.
Grétar tók tæklinguna undir lok leiksins þegar staðan var 3-0 en reglur KSÍ eru á þann veg að Grétar tekur út leikbann í bikarnum á næsta ári.
Þetta er umdeild regla enda býður hún upp á brot sem þessi þegar lið er úr leik og leikbannið er ekki tekið út í deildarleik.
Eftir leik fóru menn mikinn, Aron Jóhannsson leikmaður Vals kallaði eftir margra leikja banni en Heimir Guðjónsson þjálfari FH sagði að þetta hefði verið gult spjald í fyrra.
Málið var rætt á RÚV í bikarþætti í gær. „Ég held að báðir hafi rangt fyrir sér, hvorki margra leikja bann eða gult í fyrra. Ég hef séð þær verri, Aron og Heimir fara fram úr sér,“ sagði FH-ingurinn, Hörður Magnússon.
FH ingar kláruðu leikinn manni færri eftir að Grétar Snær Gunnarsson fékk rautt spjald, 14 mínútum eftir að hann kom inn á af varamannabekknum. Leiknum er lokið með 3-0 sigri Vals sem flýgur áfram í 16-liða úrslitin @mjolkurbikarinn pic.twitter.com/rrpnvkKmTj
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 24, 2024
Jóhannes Karl Guðjónsson aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins var á örðu máli. „Það er lukka fyrir Adam Ægi að stand ekki í báðar lappirnar, klárt rautt spjald,“ sagði Jói.
Gunnar Birgisson, fyrrum starfsmaður Landans á Rúv segir regluna um að rautt spjald fylgi ekki með í deildina vera hættulega. „Þú tekur ekki bannið með þér, yfir í deildina. Þarna er ekkert sem FH-ingar eru að kepap um, 3-0 og ekkert undir. Háskaleikur.“