Dan Ashworth sem hefur samþykkt að verða yfirmaður knattspyrnumála hjá Manchester United en fær ekki að mæta til starfa vegna samnings við Newcastle.
Newcastle hefur sent Ashworth í leyfi en vill ekki leyfa honum að byrja hjá United.
Nú hefur Ashworth fengið nóg og hefur farið með málið til gerðardóms þar sem hann vonast eftir lausn.
Newcastle hefur beðið um 20 milljónir punda fyrir Ashworth en þá upphæð ætlar Manchester United ekki að borga.
Ashworth er 53 ára gamall og hefur gert vel í boltanum en hann vonast til þess að byrja hjá United í suamr með hjálp gerðardóms sem mun ákveða þá upphæð sem United á að borga.