Arne Slot, stjóri Feyenoord, hefur staðfest það að hann hafi áhuga á að taka við Liverpool í sumar.
Slot er mikið orðaður við Liverpool en Jurgen Klopp mun láta af störfum eftir um níu ár í starfi.
Slot hefur gert frábæra hluti með Feyenoord og hefur nú staðfest að viðræður séu í gangi á milli liðanna.
,,Ég væri til í að taka við Liverpool, ég er mjög skýr varðandi það,“ sagði Slot.
,,Feyenoord og Liverpool eru í viðræðum og ég bíð eftir að sjá hvað gerist. Ég hef fulla trú og bíð eftir að þau nái samkomulagi.“