Chelsea er ekki ‘Knattspyrnufélagið Cole Palmer’ að sögn Mauricio Pochettino, stjóra liðsins, sem ræddi við blaðamenn fyrir leik gegn Arsenal í vikunni.
Chelsea tapaði þessum leik sannfærandi 5-0 og sá aldrei til sólar í seinni hálfleik gegn þeim rauðklæddu.
Cole Palmer er besti leikmaður Chelsea og hefur verið í allan vetur en hann var ekki með í viðureigninni vegna meiðsla.
Pochettino var kokhraustur fyrir leikinn og hafði fulla trú á liðinu án Palmer sem hefur skorað 20 mörk.
Ef Chelsea gæti ekki treyst á mörk eða stoðsendingar Palmer þá væri liðið í fallbaráttu og með 20 minni stig en í dag.
Ótrúleg staðreynd en Chelsea væri með 27stig, minna en bæði Luton og Nottingham Forest eins og má sjá hér.