Lið KR styrkti sig fyrir lok félagaskiptagluggans í gær og samdi við miðjumann sem kemur úr sænsku úrvalsdeildinni.
Um er að ræða 19 ára gamlan strák sem ber nafnið Mouraz Neffati en hann kemur til félagsins frá Norrköping í Svíþjóð.
KR tilkynnti kaupin á Facebook síðu sinni í dag en Neffati gerði lánssamning út tímabilið með möguleika á framlengingu.
Neffati hefur spilað einn bikarleik fyrir Norrköping og fékk þar 19 mínútur.
Hann var í láni hjá Sylvia á síðustu leiktíð en hefur einnig leikið með unglingaliði Norrköping.