fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Pressan
Föstudaginn 26. apríl 2024 22:00

Robert F. Kennedy Jr. er í óháðu framboði til embættis forseta Bandaríkjanna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttinn við að Donald Trump verði kjörinn forseti Bandaríkjanna í kosningunum í nóvember næstkomandi veldur því að margir úr Kennedy-fjölskyldunni hafa opinberlega tekið afstöðu gegn Robert F. Kennedy Jr. sem sækist einnig eftir að verða forseti Bandaríkjanna.

Kennedy-fjölskyldan hefur áratugum saman verið í fararbroddi í bandarískum stjórnmálum og haft mikil áhrif. Fjölskyldan tengist Demókrataflokknum nánum böndum.

Eftir að Robert tilkynnti í október á síðasta ári að hann bjóði sig fram í forsetakosningunum, sem óháður frambjóðandi, hafa margir af ættingjum hans tekið þá ákvörðun að tjá sig opinberlega um hann og leggja enga dul á að þeir styðja hann ekki. Þeir óttast að framboð hans geti orðið til þess að greiða veginn fyrir Donald Trump inn í Hvíta húsið.

„Ég elska bróður minn og það er erfitt fyrir mig að fara gegn honum,“ sagði Rory Kennedy, systir hans, í samtali við NBC News og bætti við að hún hafi áhyggjur af því að framboð hans sem óháðs frambjóðanda verði til þess að Trump sigri.

Rory Kennedy er meðal þeirra 15 úr Kennedy-fjölskyldunni sem ætla að styðja 100% við bakið á Joe Biden í kosningunum í haust.

Fjölskyldan óttast að Robert muni taka atkvæði frá Biden í hinum afgerandi „sveifluríkjum“ sem geta ráðið úrslitum í kosningunum. Í kosningunum 2020 var afar mjótt á munum á milli Trump og  Biden í mörgum þeirra. Hvert atkvæði getur því skipt miklu máli í nóvember.

Enginn hefur svo sem trú á að Robert Kennedy Jr. geti sigrað í kosningunum en hann lætur það ekki aftra sér frá framboði. Faðir hans, Robert F. Kennedy, sóttist eftir að verða forsetaframbjóðandi Demókrata 1968 en var skotinn til bana í Los Angeles þetta sama ár. Hann gegndi embætti dómsmálaráðherra í forsetatíð bróður síns, John F. Kennedy, sem var skotinn til bana í Texas 1963.

Fyrir utan að vera Kennedy er Robert einna helst þekktur fyrir andstöðu sína við bóluefni. Hann lét mikið fyrir sér fara í heimsfaraldri kórónuveirunnar og segir New York Times að hann hafi verið iðinn við að dreifa lygum um bóluefni, þar á meðal að bóluefni gegn kórónuveirunnar væru „þau banvænustu sem nokkru sinni hefðu verið framleidd“.

Blaðið segir að hann hafi einnig haldið því fram að CIA hafi látið myrða frænda hans, John F. Kennedy.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður