fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Pressan
Föstudaginn 26. apríl 2024 20:00

Donald og Paula

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júní 2017 fóru breski milljónamæringurinn Paula Leeson og eiginmaður hennar, Donald McPherson, í sumarfrí til Danmerkur. Þau leigðu sér sumarhús við suðvesturströndina og ætluðu væntanlega að eiga góða daga þar. En Paula lést á dularfullan hátt í sumarfríinu.

BBC segir að nú berjist fjölskylda hennar fyrir því að eiginmaðurinn verði fundinn sekur um dauða hennar svo hann fái ekki arfinn eftir hana en hann er upp á sem nemur um 800 milljónum íslenskra króna.

Paula drukknaði í grunnri sundlaug við sumarhúsið. Lesley Anderson, lögmaður fjölskyldu hennar, sagði að sögn BBC að kjarninn í málflutningi fjölskyldunnar sé að Paula hljóti að hafa verið meðvitundarlaus þegar hún lenti í vatninu í lauginni, því annars hefðu eðlileg viðbrögð hennar verið að standa upp til að bjarga sér.

Fjölskyldan hefur höfðað einkamál á hendur Donald og hófst málflutningurinn í síðustu viku.

Í mars 2021 var ákæra á hendur Donald tekinn fyrir hjá dómstóli í Manchester. Hann var ákærður fyrir að hafa orðið Paula, sem var 47 ára, að bana. Donald hefur áður hlotið dóma fyrir að hafa svikið fé út úr konum. Ekki dró það úr grunsemdum lögreglunnar að hann hafði keypt sjö líftryggingar fyrir Paula án þess að segja nokkrum frá því, ekki einu sinni henni. Þess utan var hann stórskuldugur.

„Ástæðan fyrir að drekkja henni var sú elsta og einfaldasta. Hún var fjárhagslegs eðlis,“ sagði David Mclachlan, saksóknari, við réttarhöldin.

Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki væru nægar sannanir til að sakfella hann fyrir morð en sagði að það væri hins vegar langlíklegast að hann hefði myrt Paula.

Lesley Anderson skýrði frá því fyrir dómi í síðustu viku að Donald, sem er nýsjálenskur, hafi verið sakfelldur í 32 málum í þremur löndum á síðustu 15 árum og að fyrrum eiginkona hans og barn þeirra hafi látist þegar kviknaði í íbúð þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni