fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. apríl 2024 04:28

Kyrylo Budanov, yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn rússneska hersins en hann telur að stutt sé í að Rússar hefji sóknina til að reyna að ná Donbas-héraði á sitt vald.

Í viðtali við Washington Post sagði hann að Rússar muni hefja stórsókn í júní til að ná Donbas á sitt vald enda sé það yfirlýst markmið þeirra.

En hann er með áætlun í bakhöndinni til að mæta þessu. Hann sagði að Úkraínumenn muni þá ekki láta sér nægja að berjast á vígvellinum, þeir muni einnig herða árásir sínar á skotmörk í Rússlandi.

Hann sagði að markmiðið með slíkum árásum sé að sýna að Pútín geti „ekki verndað þjóðina fyrir því að stríðið teygi sig inn í Rússland“.

Jótlandspósturinn bar þessa áætlun undir Peter Viggo Jacobsen, lektor við danska varnarmálaskólann, og sagðist hann hafa efasemdir um hana. Hugmyndin gangi út frá að árás á rússnesku landsvæði valdi klofningi meðal rússnesku þjóðarinnar sem komi Úkraínu til góða.

Hann sagði hins vegar engar sannanir fyrir að það muni gerast. „Þvert á móti, þú sérð oft að þjóðin verður enn reiðari þegar ráðist er á hana. Þessar sömu kenningar voru notaðar í síðari heimsstyrjöldinni, til dæmis í tengslum við hinar miklu sprengjuárásir á þýskar borgir. Þær brutu varnarvilja þýsks almennings ekki niður,“ sagði Jacobsen.

En það er fleira sem Úkraínumenn hafa í huga með þessari áætlun sinni. Með því að ráðast á skotmörk í Rússlandi neyðast Rússar til að vera með mannskap og tækjabúnað þar til að verja flugvelli, olíuvinnslustöðvar og fleiri mikilvæga innviði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“