fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Pressan
Föstudaginn 26. apríl 2024 04:23

Hluturinn sem lenti á húsinu. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mars hrapað dularfullur hlutur af himni ofan og lenti á húsi í Flórída. Hann var sívalningslaga, vóg um 700 grömm og var um 10 cm á hæð og 4 cm í ummál.

Hann lenti á þaki hússins, fór í gegnum það og endaði á gólfinu heima hjá Alejandro Otero, sem býr í Naples á suðvesturströnd Flórída, þann 8. mars síðastliðinn.

Sky News segir að hluturinn hafi verið fluttur í Kennedy Space Centre á Cape Canaveral til rannsóknar.

Nú liggur niðurstaða rannsóknarinnar fyrir og segir Bandaríska geimferðastofnunin NASA að um málmstykki sé að ræða sem hafi verið notað til að koma gömlum rafhlöðum fyrir á flutningspalli. Pallinum var skotið frá Alþjóðlegu geimstöðinni fyrir þremur árum og var reiknað með að hann og farmurinn myndu að lokum brenna upp í gufuhvolfi jarðarinnar. En augljóst er að einn hlutur slapp við það og endaði á stofugólfinu hjá Otero.

Otero ræddi  við sjónvarpsstöðina WINK í mars og sagði að „mikill hávaði“ hafi heyrst þegar hluturinn lenti á þakinu og fór í gegnum það og hafi verið nærri því að lenda á syni hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni