David de Gea, fyrrum markvörður Manchester United, hefur staðfest það að hann sé ekki hættur í fótbolta.
De Gea lék í mörg ár fyrir United og var oft valinn besti leikmaður liðsins áður en samningi hans lauk í fyrra.
Spánverjinn fékk ekki framlengingu á Old Trafford og hefur ekki samið við nýtt félag undanfarið ár.
,,Ég mun snúa aftur,“ skrifaði De Gea á Instagram síðu sína og birti með myndband þar sem hann sést á æfingu.
Hvar De Gea mun spila á næsta tímabili er svo sannarlega óljóst en hann hefur hafnað mörgum tilboðum hingað til.