fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. apríl 2024 15:22

Helga Þórisdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, hefur náð lágmarksfjölda meðmælenda, 1.500 manns, til að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Helgu.

„Með sól í hjarta tilkynni ég hér með að ég hef náð undirskriftunum í meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð. Þessu fagna ég á þessum fallega degi, sumardeginum fyrsta, og vil nota tækifærið og óska landsmönnum öllum gleðilegs sumars,“ skrifar Helga í tilkynningunni.

Hún segist viluja þakka öllum þeim sem hafa lagt henni lið og skrifað undir meðmælalistann hennar.

„Þetta hefur verið mikil lífsreynsla og alveg hreint dásamlegt. Ég hef hitt fjöldann allan af yndislegu fólki um land allt sem hefur trú á því reynsla mín og þekking muni komi að góðum notum á Bessastöðum og fyrir það verð ég ævinlega þakklát,“ bætir Helga við.

Hún segist hlakka til að geta kynnt sig enn betur fyrir landanum og stefnir á að fara á hina ýmsu staði á landsvísu til að kynna sig og hvaða kosti hún hefur fram að færa í forsetaembættinu.

Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrum formaður FKA, greindi frá því fyrr í dag að hún teldi ólíklegt að hún myndi ná tilskyldum fjölda meðmælenda.

Þá eru aðrir frambjóðendur á fullu að reyna að klára undirskriftirnar sem skila þarf inn í fyrramálið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Arnar fær ekki starfið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?