Það er algeng mýta að karlmenn séu alltaf tilkippilegir í kynlíf í gagnkynhneigðum samböndum. Raunveruleikinn er sá að í fjölmörgum samböndum koma upp vandamál sem snúa að því að konan hefur meiri þörf fyrir nánd og kynlíf en maðurinn. Í sllíkum aðstæðum getur stundum blossað upp tortryggni í garð makans, að hann sé að halda framhjá, en það þarf alls ekki að vera raunin.
Breski kynlífsráðgjafinn Tracey Cox tók saman fimm helstu ástæður þess að áhugi karla á kynlífi geti minnkað.
Tracey segir að hennar fyrsta spurning þegar kona greinir frá kynlífsþurrð sé að spyrja hvað maki hennar sé gamall. „Ef hann er á fimmtugsaldri þá gæti risvandamál verið að hrjá hann, ef hann er á sextugsaldri þá er það eiginlega öruggt,“ segir Cox.
Hennar reynsla er að karlmenn séu mjög viðkvæmir fyrir þessum vanda og niðurlægingin sem margir upplifa gerir það að verkum að áhuginn á kynlífi minnkar. Illu heilli eru fjölmargar ástæður fyrir risvandamálum eins og sykursýki, vandamál með blóðþrýsting, minnkandi testósterón – sem gerist með öldrun, óheilbrigður lífstíll, streita og kvíða, svo eitthvað sé nefnt.
Best sé að leita sér aðstoðar læknis en þá bendir Tracey á að kynlíf sé ekki alltaf tengt hnarreistum getnaðarlim. Það sé hægt að njóta kynlífs á margskonar annan hátt og það sé eitthvað sem öllum pörum er hollt að ræða og kanna.
Tracey segir mikið rætt um kvennmannslíkamann og oft á tíðum þær óraunhæfu kröfur sem gerðar eru til hans. Það er þó sjaldnar rætt að mjög svipuð pressa er á karlmömnum og margir verða litlir í sér þegar hárið fer að þynnast, vöðvar að minnka og vömbin fer að hylja magavöðvana.
Ef að konan heldur sér í betra formi þá getur það sérstaklega haft áhrif á sjálfstraust karlmanna og gert þá líklegri til að vera feimnari við að leitast eftir kynlífi.
Eftir sem áður fellst lausnin í samtali og það skemmir svo sem ekkert fyrir að skella sér í ræktina!
Að sögn Tracey getur kynlíf tengst neikvæðum upplifunum í lífi karla. Til að mynda faðir sem ríghélt framhjá og braut upp fjölskylduna eða móðir sem varð fyrir einhverskonar kynferðisofbeldi. Það geti gert það að verkum að karlinn tengi mikla kynhvöt við neikvæðar upplifanir, að það nánast skaði konuna, og því vilji hann sýna blíðu sína og tillitsemi með því leitast minna eftir kynlífi en löngun hans stendur til.
Kynhvötin minnkar við streitu sem og þunglyndi. Tracey segir að ástand versni þegar karlmenn reyna að leysa vandamál sín með áfengisneyslu og þá hafa líka þunglynds- og kvíðalyf neikvæð áhrif á kynhvötina.
Betra sé því að ráðast að rót vandans varðandi streituna.
Eins og áður hefur komið fram er mýtan sú að karlmenn séu alltaf til í tuskið en kynhvöt hvers og eins er einfaldlega mismunandi. Í flestum samböndum er kynhvötin afar mikil á fyrstu stigum sambandsins en leitar svo í jafnvægi. Þá geta komið tímabil þar sem hún hverfur alveg, til að mynda eftir fæðingu barna, og einnig tímabil þar sem hún verður meiri.
Það getur vel verið að kynhvöt karlsins sé einfaldlega minni en konunnar og það er mikilvægt að ræða og finna jafnvægi sem báðir aðilar eru sáttir við.