fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 25. apríl 2024 17:30

Burt með allt-innifalið ferðamennina segir Tarife.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mótmælin gegn ferðamönnum á Tenerife halda áfram. Aðstoðarborgarstjóri höfuðstaðarins Santa Cruz segir öllum ferðamönnum sem vilja koma og fá „allt innifalið“ að halda sig heima. Tenerife þurfi „betri ferðamenn.“

Mótmælin á Tenerife hafa ekki farið fram hjá Íslendingum, enda er eyjan nánast orðin eins og íslensk sýsla. Margir Íslendingar fara einmitt þangað til þess að dvelja á hótelum þar sem allt er innifalið í verðinu, matur, drykkur, áfengi.

Vilja betri ferðamenn

Carlos Tarife, aðstoðarborgarstjóri Santa Cruz, sagði nýverið að eyjarnar þurfi ekki á slíkum ferðamönnum að halda. Það er ferðamönnum sem koma en eyða litlum peningum utan hótelsins sem þeir dvelja á. Fara sjaldan ef nokkurn tíman á veitingastaði eða bari.

„Áður fyrr voru hótel með 250 rúm. Í dag eru hótel með færri rúm en meiri lúxus. Ég held að í okkar landi þurfum við ekki á ferðamönnum með „allt innifalið“ armbönd sem eru á hótelinu og gera allt á hótelinu,“ sagði Tarife í viðtali við staðarmiðil. „Þess vegna eru aðrir staðir.“

Má ekki verða einn skemmtigarður

Rosa Davila, héraðsforseti eyjarinnar Tenerife, hefur lagt til að ferðamenn verði rukkaðir fyrir aðgang að ýmsum náttúruperlum. Þetta yrði ekki aðeins gert til þess að fá meiri pening í kassann heldur einnig til þess að draga úr hinum gríðarmikla ferðamannastraumi, sem hefur valdið húsnæðiskrísu og hækkandi verðlagi á eyju þar sem atvinnuleysi er hátt og kaupmáttur lítill.

Rosa Davila reynir að stemma stigu við fjöldanum. Mynd/Wikipedia

„Við verðum að greina hvað er hægt að gera sérstaklega á viðkvæmri og takmarkaðri eyju eins og okkar. Það er ljóst að Tenerife má ekki verða að einum stórum skemmtigarði,“ sagði Davila. „Þau sem koma til að heimsækja okkur verða að virða og kunna að meta okkar náttúrulegu og menningarlegu verðmæti, auðlindir okkar, og þau verða að vita af þeim reglum sem gilda um varðveitingu þeirra. Þar að auki verða að vera mörk til að tryggja að ferðamannastraumurinn verði ekki of mikill.“

Þegar hafa verið setta upp hömlur á komu ferðamanna. Til dæmis tvenn ný gjöld sem ferðamenn utan ESB og EES svæðisins þurfa að greiða frá og með næsta sumri. Þessu er einkum beint gegn breskum ferðamönnum sem eru gríðarlega fjölmennir á svæðinu, og ekki alltaf til friðs.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán