fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 25. apríl 2024 18:00

Pylsuauglýsing Höllu Hrundar hefur farið víða og ekki alltaf mælst vel fyrir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýsingar íslenskra forsetaframbjóðenda eiga það til að verða óttalegar klisjur. Knúsa lamb, klæðast lopapeysu, borða eina með öllu. Það er þetta síðasta atriði sem fer illa í grænkera.

„Ég skora á forsetaframbjóðendur að finna upp á einhverju frumlegu í stað þess að setja myndir af sér að borða dauð dýr á samfélagsmiðla,“ segir Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur og annar höfundur bókarinnar Þriðja vaktin í færslu á samfélagsmiðlum. „Árið 2024 hlýtur að vera hægt að finna upp á einhverju nýju og skemmtilegu í staðinn.“

Undir þetta tekur meðal annars Rósa Líf Darradóttir, læknir og stjórnarkona í Samtökum um dýravelferð.

„Leiðinlegt að sjá forsetaframbjóðendur flagga því þegar þau borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum,“ segir Rósa. Vísar hún til þess að flest svín sem slátruð eru á Íslandi eru sett í gasklefa fyrir blóðgun. „Ekki til eftirbreytni – gerið betur,“ segir Rósa.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á Þorláksmessu – Hótaði pari lífláti og reyndi að myrða manninn – „Ég hika ekki við að taka þig og skera þig á háls“

Hryllingur á Þorláksmessu – Hótaði pari lífláti og reyndi að myrða manninn – „Ég hika ekki við að taka þig og skera þig á háls“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo