Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er ekki vongóður fyrir framhaldið í ensku úrvalsdeildinni en hans menn eru ekki í kjörstöðu í dag.
Liverpool tapaði 2-0 gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær og er þremur stigum á eftir Arsenal sem er á toppnum með betri markatölu.
Manchester City er í þriðja sæti, stigi á eftir Liverpool en á tvo leiki til góða.
Klopp baðst afsökunar eftir tapið í gær en flestir bjuggust við að Liverpool myndi sækja þrjú stig á Goodison Park.
,,Arsenal og Manchester City þurfa að misstíga sig ansi hressilega, ég veit það ekki,“ sagði Klopp.
,,Ég get bara beðið fólkið afsökunar á deginum í dag, við áttum að gera betur en við gerðum það ekki og það kostaði okkur.“