Guiseppe Rossi, fyrrum leikmaður Manchester United, væri til í að sjá óvænt nafn taka við liðinu ef Erik ten Hag verður látinn fara.
Ten Hag ku vera nokkuð valtur í sessi en gengi liðsins á tímabilinu hefur ekki heillað marga hingað til.
Rossi væri til í að sjá goðsögn félagsins, Roy Keane, mæta til starfa en þessi tilnefning er svo sannarlega umdeild á meðal margra.
,,Þegar ég ímynda mér Roy Keane í þjálfarasætinu á Old Trafford, það hljómar eins og það gæti smellpassað,“ sagði Rossi.
,,Það væri virkilega svalt. Félagið ætti svo sannarlega að íhuga hann ef þeir ákveða að breyta um þjálfara.“
,,Þetta er maður sem er goðsögn hjá félaginu og hjálpaði í uppbyggingunni og það er það sem þeir þurfa.“