Það er loksins búið að nafngreina konuna sem er að hitta stórstjörnuna Jude Bellingham sem leikur með Real Madrid.
Bellingham er í raun nýjasta stórstjarna fótboltans en hann gekk í raðir Real í sumar frá Dortmund í Þýskalandi.
Englendingurinn hefur gert magnaða hluti á tímabilinu og er enn aðeins 20 ára gamall og á alla framtíðina fyrir sér.
Bellingham hefur verið í sambandi í einhvern tíma á Spáni en hann hætti með fyrrum kærustu sinni, Asantewa Chitty, síðasta sumar.
Ný kærasta Bellingham ber nafnið Laura Celia Valk og er 25 ára gömul en hún er hollensk fyrirsæta.
Laura hefur fengið að gista á heimili Bellingham þónokkrum sinnum í vetur og virðast þau ná mjög vel saman.
Hún hefur sjálf gert flotta hluti á sínum ferli sem fyrirsæta og er með tæplega 400 þúsund fylgjendur á Instagram.