Erik ten Hag, stjóri Manchester United, viðurkennir að vængmaðurinn Amad Diallo eigi skilið að fá að spila meira hjá félaginu.
Þessi 21 árs gamli leikmaður hefur aðeins spilað sex leiki í öllum keppnum á tímabilinu en meiðsli hafa sett strik í reikninginn.
Ten Hag er þó hrifinn af Diallo sem reyndist hetjan gegn Liverpool í enska bikarnum í mars í 4-3 sigri.
,,Amad á skilið að fá meiri spilatíma en ekki gleyma því að hann var lengi meiddur á tímabilinu,“ sagði Ten Hag.
,,Við þurftum að byggja hann upp á nýtt og hann hefur fengið fleiri tækifæri. Við erum með marga leikmenn í þessari stöðu og samkeppnin er mikil.“
,,Hann á skilið fleiri mínútur ef ég á að vera hreinskilinn en við þurfujm að velja úr.“