Síðasta leik kvöldsins í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla var að ljúka. Þar tók Augnablik á móti Stjörnunni og úr varð spennuleikur þó um lið úr 3. deild og Bestu deildinni hafi verið að ræða.
Þorlákur Breki Baxter kom Stjörnuni yfir á 26. mínútu og gestirnir leiddu í hálfleik.
Guðni Rafn Róbertsson jafnaði þó fyrir Augnablik snemma í seinni hálfleik og þannig var staðan allt þar til í uppbótartíma, þegar Guðmundur Baldvin Nökkvason skoraði sigurmark Stjörnunnar.
Lokatölur 1-2 og Stjarnan komin í 16-liða úrslit.
Augnablik 1 – 2 Stjarnan
0-1 Þorlákur Breki Baxter
1-1 Guðni Rafn Róbertsson
1-2 Guðmundur Baldvin Nökkvason
Markaskorarar af Fótbolta.net