fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Fókus
Fimmtudaginn 25. apríl 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Special Olympics á Íslandi hefur unnið að því í marga mánuði að fá kvikmyndina CHAMPIONS  sýnda á Íslandi en hún kom út 2023. Sunnudaginn 28. apríl verður myndin sýnd í Bíó Paradís, myndin er boðssýning og aðeins verður ein sýning í kvikmyndahúsi á Íslandi. Frá þessu er greint á vefsíðunni hvatisport.is.

Sérstakir heiðurgestir á sýningunni verða iðkendur, þjálfarar og aðstandendur Special Olympics körfuboltaliðs Hauka í Hafnarfirði. Síminn Bíó mun kynna myndina sérstaklega og sýna hana í sjónvarpi símans í  kjölfar sýningarinnar á Íslandi.

Viðburðurinn tengist átakinu ALLIR MED, sem IF, UMFÍ og ÍSÍ vinna nú að í sameiningu. Þar gegna þjálfarar lykilhlutverki við að opna dyr fyrir alla í íþróttastarfi.

Kvikmyndin Champions með Woody Harrelson í aðalhlutverki segir frá þjálfara sem tekin er við ölvun við akstur og þarf að gegna samfélagsþjónustu. Hann fær það verkefni að taka að sér þjálfun Special Olympics körfuboltaliðs sem hann er alls ekki ánægður með í byrjun og ýmislegt gengur á. Myndin er gerð í samstarfi Universal og Special Olympics samtakanna. Special Olympics samtökin sem stofnuð voru 1968 af Kennedy fjölskyldunni hafa að markmiði að efla lífsgæði fólks með þroskahömlun, gegnum þátttöku í íþróttastarfi.

Samtökin eru í dag með yfir 5 milljónir skráðra iðkenda í íþróttastarfi um allan heim en vinna einnig að mennta- og heilbrigðismálum. Heimsleikar Special Olympics eru fjórða hvert ár. Þar hafa yfir 600 íslenskir keppendur  tekið þátt á eigin forsendum, þar sem allir fá verðlaun.

Undanfarin ár hefur verið sérstök áhersla hjá Special Olympics samtökunum  á „unified sport“  þar sem fatlaðir og ófatlaðir æfa og keppa saman í íþróttum og „unified schools“ þar sem fatlaðir og ófatlaðir nemendur vinna saman að ólíkum verkefnum.

Kynningarstiklu úr myndinni má sjá hér að neðan:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“