fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 18:52

Hörður Ingi Mynd: Sogndal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH og Valur hafa skipst á leikmönnum en Hörður Ingi Gunnarsson er farinn í Val og Bjarni Guðjón Brynjólfsson fer í hina áttina. Báðir skipta þeir á láni.

Hörður Ingi hefur verið utan hóps hjá FH í upphafi tímabils. Nú er hann mættur á Hlíðarenda.

Bjarni Guðjón kom til Vals frá Þór í fyrra en hann hefur ekki spilað í Bestu deildinni það sem af er tímabili.

Valur tekur einmitt á móti FH í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins nú klukkan 19:15.

Fleira er að frétta af FH því félagið hefur selt Harald Einar Ásgrímsson aftur í Fram.

Bakvörðurinn kom til FH frá Fram árið 2022 en er nú snúinn aftur í Úlfarsárdalinn. Orðrómar hafa verið um þessi skipti en þau eru nú staðfest.

Haraldur Einar Ásgrímsson/Facebook
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrsta tap Bayern staðreynd

Fyrsta tap Bayern staðreynd
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“