FH og Valur hafa skipst á leikmönnum en Hörður Ingi Gunnarsson er farinn í Val og Bjarni Guðjón Brynjólfsson fer í hina áttina. Báðir skipta þeir á láni.
Hörður Ingi hefur verið utan hóps hjá FH í upphafi tímabils. Nú er hann mættur á Hlíðarenda.
Bjarni Guðjón kom til Vals frá Þór í fyrra en hann hefur ekki spilað í Bestu deildinni það sem af er tímabili.
Valur tekur einmitt á móti FH í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins nú klukkan 19:15.
Fleira er að frétta af FH því félagið hefur selt Harald Einar Ásgrímsson aftur í Fram.
Bakvörðurinn kom til FH frá Fram árið 2022 en er nú snúinn aftur í Úlfarsárdalinn. Orðrómar hafa verið um þessi skipti en þau eru nú staðfest.