Par sem styður Arsenal stal senunni eftir leik liðsins gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Arsenal gekk frá Chelsea í leiknum og vann 5-0 sigur. Liðið er nú með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar.
Það nutu sín fáir eins vel og áðurnefnt par og hefur myndband af þeim dansa og kyssast í stúkunni á Emirates eftir leik farið eins og eldur í sinu.
Myndbandið er hér neðar.
Sem fyrr segir er Arsenal á toppi deildarinnar. Liðið er með 77 stig. Liverpool er í öðru sæti með 74 stig en Manchester City í því þriðja með 73 stig. Liverpool á þó leik til góða á Arsenal og City á tvo leiki til góða.
These Arsenal fans were enjoying the celebrations after their 5-0 victory 🕺💃 pic.twitter.com/uqooSyeAeK
— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 23, 2024