fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 68 ára gamli Faraj Jarjour frá Kanada lést þegar hann var í fríi á Kúbu með dóttur sinni Miriam Jarjour.

Miriam sagði við AP fréttastofuna að hún hefði verið í sundi með föður sínum nálægt Varadero á Kúbu 22. mars þegar hann fékk skyndilega hjartaáfall og lést. Lík hans var síðan hulið og skilið eftir á strandstól í meira en átta klukkustundir áður en yfirvöld sóttu líkamsleifar hans til Havana. Þegar líkamsleifar Faraj í kistu voru komnar til útfararstofunnar í Kanada kom í ljós að lík af öðrum manni var í kistunni og leitar fjölskyldan nú að svörum um hvað varð um lík Faraj.

Fjölskyldan segist hafa greitt 10 þúsund kanadíska dali eða rúma milljón króna fyrir að flytja lík hans aftur til Kanada auk 15.000 kanadískra dala eða um 1,5 milljón króna til viðbótar fyrir jarðarförina.

Útfararstofa í Montreal í Kanada sýndi fjölskyldunni mynd af hinum látna manni í kistunni, sá var með hár, þakinn húðflúrum og virtist vera 20 árum yngri en Faraj.

„Við erum sorgmædd vegna þess að faðir minn dó,“ sagði Karam Jarjour, sonur Faraj, við Daily Guardian. „En við erum sorgmæddari vegna þess að við vitum ekki hvar lík hans er.“

Lík mannsins sem sent var vegna misskilnings til Kanada var sent til heimalands hans, Rússlands, og segir Miriam að fjölskyldan hafi sent embættismönnum tölvupóst til að hafa samband við kúbönsk yfirvöld og fá lík föður hennar til Kanada. Hingað til hefur ekki verið brugðist við beiðni fjölskyldunnar.

„Ég er satt að segja eyðilögð. Hingað til höfum við engin svör. Hvar er faðir minn?“, sagði Miriam við AP.

Utanríkisráðuneyti Kanada segir í yfirlýsingu að það sé „vitað um dauða kanadísks ríkisborgara á Kúbu“ og „hugsanir okkar eru hjá vinum og fjölskyldu hins látna við þessar erfiðu aðstæður.“

„Ræðisskrifstofur eru í sambandi við kúbversk yfirvöld og í sambandi við fjölskylduna til að veita ræðisaðstoð,“ og kemur fram að frekari upplýsingar sé ekki hægt að veita vegna persónuverndarástæðna.

Urgel Bourgie útfararstofan þar sem útför Faraj átti að fara fram hefur einnig verið í sambandi við embættismenn. „Það esem er óheppilegt í þessu öllu saman er að hér eru tvær fjölskyldur, ein í Montreal og önnur í Rússlandi sem geta ekki gengið í gegnum hefðbundið sorgarferli,“ segir Patrice Chavegros fulltrúi útfararstofunnar.

Miriam segir að fjölskylda hennar muni ekki gefast upp fyrr en líkamsleifar föður hennar eru komnar aftur til Kanada. „Það sem ég vil er að einhver hjálpi mér að finna föður minn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum