fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 10:47

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu tók til starfa fyrir skemmstu en henni er ætlað að gegna stóru hlutverki við eflingu menntakerfisins og innleiðingu á menntastefnu stjórnvalda. Eitt þeirra verkefna sem stofnunin sér um er vefurinn Næstaskref.is sem nú hefur gengið í gegnum algjöra endurnýjun lífdaga. Vefurinn hefur um árabil leikið lykilhlutverk í því að miðla upplýsingum um þær fjölbreyttu námsleiðir sem ungu fólki standa til boða og tengingu þeirra við störf á íslenskum vinnumarkaði. Þar er auk þess að finna upplýsingar um náms- og starfsráðgjöf, raunfærnimat og símenntun, eins og segir í tilkynningu.

Stórbætt notendaupplifun með fleiri stafrænum verkfærum

Arnar Þorsteinsson er verkefnastjóri Næsta skrefs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu: „Við erum mjög stolt af þessari nýju útgáfu af Næstaskref.is og ánægð með að vefurinn sé kominn í loftið. Vefurinn hefur undanfarin ár verið afar vel sóttur en síðastliðið sumar var ráðist í gagngerar endurbætur þar sem hugmyndin var að bæta notendaupplifun á meginefninu.”

Á vefnum er meðal annars svokallaður Vegvísir sem er nýtt, stafrænt verkfæri sem enn er í þróun. Tilgangur þess er að einfalda leiðina að efni vefjarins út frá gefnum forsendum hvers og eins notanda, sem sagt að hvert og eitt fái niðurstöður við sitt hæfi.  „Þessa virkni munum við þróa áfram og bæta við fleiri stafrænum verkfærum sem ýtt geta undir upplýst og vel ígrundað náms- og starfsval,“ segir Arnar og bætir við að notendaupplifunin hafi lengi verið helsti Akkilesarhæll sambærilegra vefsvæða víða um heim. „Þess vegna settum við upplifun notandans í algjöran forgang og byggjum síðan annað efni utan um hana,“ segir Arnar.

Arnar Þorsteinsson

Bakland skólastarfs á Íslandi

Nýi vefurinn er eitt af fyrstu skrefunum sem stigið er undir merkjum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu en þau eiga eftir að verða fjölmörg á næstunni samkvæmt Þórdísi Jónu Sigurðardóttur, forstjóra Miðstöðvarinnar: „Næstaskref.is er gott dæmi um þann metnað sem starfsfólk Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu býr yfir og það er gaman að sjá hvað tæknin getur nýst vel við það verkefni að auka þjónustu í menntakerfinu. Þau mikilvægu verkefni sem okkur hafa verið falin eru fjölmörg og við hlökkum til að takast á við þau. Við ætlum okkur að vera traust bakland fyrir skólastarf á Íslandi og stuðla þannig að framúrskarandi menntun og farsæld barna og ungmenna um allt land,” segir Þórdís Jóna og bætir við að það séu sannarlega spennandi tímar fram undan í menntamálum á Íslandi.

Þórdís Jóna Sigurðardóttir

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Arnar fær ekki starfið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?